Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélag Hafnarfjarðar aldursflokkameistari 2020

05.07.2020

Frábæru Aldursflokkameistaramóti er lokið hér í Hafnarfirði. Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaga og varð lokastigastaðan svona:

SH - 1008 stig
ÍRB - 811
Breiðablik - 570
ÍBR - 421
Ægir - 201
Sundfélag Akraness - 162
Óðinn - 175
UMFA - 50
UMFB - 28
Stjarnan - 25
Sundfélag ÍBV - 9
Sundfélagið Rán - 2
UMF Selfoss - 1

Fjörður og Hamar án stiga og þá kepptu erlendu félögin KBSS og Capitol Sea Devils sem ekki tóku þátt í stigakeppni félaganna.

UMF Bolungarvíkur hlaut verðlaun fyrir prúðasta liðið og voru að sjálfsögðu vel að því komin.

Eitt drengjamet var sett í dag í 100m flugsundi en þar synti Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH á tímanum 58,05 sek en gamla metið var 1:00,10 sem var sett á AMÍ í Hafnarfirði fyrir 10 árum síðan.

Á lokahófinu voru afhentar viðurkenningar fyrir ýmiss afrek á mótinu og verður nánar fjallað um það í næstu frétt.

SH á stórt hrós skilið fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins og sömuleiðis þökkum við keppendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og öllum þeim áhorfendum sem komu í laugina kærlega fyrir samveruna í lauginni um helgina.

Myndir af sigurvegurunum á leiðinni!


Til baka