Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sóttvarnir í aðdraganda AMÍ 2020

01.07.2020

Aldursflokkameistaramót Íslands verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 3-5. júlí nk í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar og verður venju samkvæmt margt um manninn á bakkanum. AMÍ er eitt allra skemmtilegasta mót sundársins en þar koma saman ungmenni 17 ára og yngri til að uppskera eftir erfiði tímabilsins og skemmta sér með jafningjum.

Búist er við um 300 keppendum í laugina auk þjálfara, fjölda starfsmanna og áhorfenda og í undirbúningi mótsins hefur mikið verið lagt uppúr sóttvörnum - hurðir verða opnar og allir snertifletir sótthreinsaðir reglulega. 

Nú þegar aftur er farið að kræla á Covid-19 smitum hér á landi er kannski ekki úr vegi að minna á eftirfarandi, svo hægt sé að fylgja tilmælum Almannavarna:

  • Gætum vel að sóttvörnum og hreinlæti. Notum sprittstöðvarnar og verum tillitssöm í návist annarra. Reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á 2m bil til næsta manns.
  • Smitrakningaappið - Appið getur gert herslumuninn þegar rekja á staðfest smit. Við hvetjum alla til að ná í appið sem ekki hafa nú þegar gert það.
  • Engin handabönd verða við afhendingu verðlauna. Þeir aðilar sem meðhöndla og afhenda medalíur verða í hönskum.
  • Streymt verður beint frá mótinu alla helgina svo að þeir sem ekki treysta sér innan um stærri hópa af fólki hafa tækifæri á að hvetja sitt fólk heima.

Morgunhlutar hefjast kl. 9 alla morgna og seinnipartshlutar kl. 15:30.

Upplýsingasíða mótsins

Facebook síða mótsins - hvetjum alla til að melda sig!

Sjáumst í lauginni!

Til baka