Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afturelding leitar eftir sundþjálfara

14.05.2020

Sunddeild Aftureldingar leitar eftir sundþjálfara fyrir yngsta hóp félagsins og sundnámskeið, tímabilið 2020/2021.

Helstu verkefni:

• Vinna með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í sundlaug.
• Æfingarnar eru í innilauginni í Lágafellslaug.
• Sundskólinn er með börn á aldrinum 4 til 6 ára og er alltaf 2 þjálfarar saman með hvert námskeið
• Yngsti hópurinn okkar er á aldrinum 6 til 8 ára.

Hæfniskröfur:

• Vera stundvís.
• Að hafa gaman að vinna með börnum.
• Gott er að hafa reynslu af þjálfun barna í sundi eða öðrum íþróttum.

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari sunddeildarinnar, Hilmar Smári Jónsson í síma 699-2656 eða í netfangi Hilmar1494@gmail.com.

Til baka