Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar 21. apríl 2020

21.04.2020

Kæru félagar

Meðfylgjandi er auglýsing um takmörkun á samkomubanni sem birt var í stjórnartíðindum síðdegis í dag, 21. apríl. Í auglýsingunni kemur fram að á miðnætti þ. 4. maí n.k mun takmörkun á samkomum fara úr 20 upp í 50 manna og gildir sú ákvörðun til 1. júní 2020 kl. 23:59.

Það var mikið gleðiefni fyrir SSÍ að sjá að tekið var tillit til undanþágubeiðni okkar, sem send hafði verið þriðjudaginn 13. apríl sl. Eins og fram kemur í auglýsingunni verður allt íþróttastarf barna og unglinga með eðlilegum hætti og sundlaugar verða opnar fyrir skólasund og sundæfingar með takmörkunum.

Eins og við stóðum frammi fyrir áður en 20 manna samkomubannið var sett á þá er takmörkunin áfram fólgin í því að börn og unglingar, 16.ára og yngri mega ekki æfa með fullorðnum, þ.e.a.s þeim sem eru 17.ára og eldri.
Takmörkunin felst einnig í því að það mega ekki fleiri en 7 einstaklingar sem eru 17 ára og eldri æfa saman :
Þrátt fyrir ákvæði 3.-5. mgr. eru sundæfingar heimilar fyrir allt að sjö manns í einu, hvort sem er inni eða úti, og notkun búnings- og sturtuaðstöðu eftir því sem þörf krefur.

Eins og áður segir þá eru þetta ánægjuleg tíðindi og nú höfum við tvær vikur til stefnu til að aðlaga æfingar að þessum takmörkunum. SSÍ telur að það sé best að hvert félag fari yfir það hvernig hægt er að aðlaga starfsemina að þessum takmörkunum. Nauðsynlegt er að það verði gert í góðu samstarfi við forstöðumann viðkomandi sundlaugar til að finna bestu lausnina á því hvernig æfingar geti farið fram.

SSÍ er að sjálfsögðu hér til að aðstoða alla aðila við að finna leiðir til að hefja æfingar af fullum krafti. Ekki hika við að hafa samband ef ykkur vantar frekari upplýsingar eða aðstoð við útfærsluna.

Sundsambandið mun á næstu dögum kynna betur hugmyndir að mótahaldi sumarsins, en eins og áður hefur komið fram voru nokkrar tillögur á borðinu sem hugsanlega verður hægt að framkvæma eftir tíðindi dagsins í dag.

Höldum áfram að vanda okkur og munum handþvottinn og sprittið .

 

Auglýsing frá Heilgbrigðisráðuneytinu 21.apríl 2020.pdf

Til baka