Beint á efnisyfirlit síðunnar

LEN hefur frestað Evrópumeistaramótinu í sundíþróttum

20.03.2020

Vegna þeirra aðstæðna sem hefur skapast í heiminum vegna Covid- 19 hefur LEN ákveðið að fresta Evrópumeistarmótinu í sundíþróttum og þar með talið Masters sem halda átti í Budapest 11. – 24. maí n.k. 

LEN horfir nú á dagsetninguna 17. – 30. ágúst, þeir munu hins vegar ekki gefa út staðfesta dagsetningu fyrr en í fyrsta lagi í lok maí eða byrjun júní.

Forseti LEN segir í tilkynningunni að „ef hlutirnir verða ekki komnir í eðlilegt horf á næstu mánuðum þá myndu þeir íhuga að fresta keppni um eitt ár. „Það á að vera sameiginlegt forgangsverkefni okkar að vernda heilsu íþróttamanna og veita þeim bestu mögulegu aðstæður til að keppa í öruggu umhverfi og fagnað um leið stórum íþróttaviðburði“

Stjórn SSÍ mun funda í næstu viku varðandi næstu skref en eins og áður hefur komið fram þá höfum við fengið þau tilmæli að taka engar ákvarðanir varðandi dagsetningu móta fyrr en í fyrsta lagi eftir samgöngubann, 13. apríl

http://www2.len.eu/?p=16664


Til baka