Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allt íþróttastarf fellur niður

20.03.2020

Heil og sæl

Meðfylgjandi tilkynning barst okkur nú í kvöld en þar kemur skýrt fram að : Í kjölfar leiðbeinandi viðmiða heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra og áréttingar sóttvarnalæknis, þá mælast ÍSÍ og UMFÍ til að skipulagt íþróttastarf falli niður á meðan samkomubann er í gildi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður.
Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.


Þá voru þær upplýsingar einnig að berast frá ÍBR að engar æfingar hvorki barna né fullorðinna fari fram í íþróttamannvirkjum ÍBR meðan þetta er í gildi.

SSÍ þykir að sjálfsögðu leitt að þessi staða sé komin upp en við verðum að fara eftir settum reglum sem koma frá ráðuneytunum. Aðstæður í heiminum eru fordæmalausar og það eru allir að reyna að gera sitt besta og það sitja allir við sama borð hvar sem við erum stödd. Sundmenn og aðrir íþróttamenn út um allan heim geta ekki æft eins og best verður á kosið.

Nú reynir á okkur öll gott fólk að reyna að gera það besta úr þessum aðstæðum, SSÍ vill hvetja þjálfarana að tengja sig saman t.d á facebook síðu þjálfaranna þar sem þeir geta hjálpast að, að búa til æfingar við þessar aðstæður.

Við vonumst til að sundfélögin finni leið til að halda úti hreyfingu innan sinna félaga.

Stjórn SSÍ mun funda í næstu viku og fara yfir stöðu mála en eins og áður hefur komið fram þá höfum við frestað ÍM50 sem fram átti að fara 3. – 5. apríl.

SSÍ stefnir ótrauð á að halda ÍM50 við fyrsta tækfæri en við förum vel yfir tímasetningar þegar að samkomubanni líkur og munum gefa félögum góðan tíma til að koma starfinu aftur á gott skrið.

Baráttukveðjur til ykkar allra,

 Frettatilkynning_ISI_UMFI_20032020.pdf

 

Til baka