Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar 17. mars 2020

17.03.2020

Eins og staðan er núna er ljóst að flestar laugar landsins verða opnar á meðan á samgöngubanni stendur. 

Stjórnir sundfélaganna hafa, vel flestar, ákveðið hvernig æfingum verður háttað á meðan þetta ástand varir. Flestir eru að vinna viku fram í tímann enda erfitt að skipuleggja lengra fram í tímann meðan þessi óvissa er uppi.
SSÍ hvetur alla til að fara varlega og fylgja reglum til hins ýtrasta.

Við höfum enn ekki fengið upplýsingar um frestanir eða breytingar á stórmótum sumarsins, EM, EMU og NÆM en við gerum fastlega ráð fyrir að einhverjar breytingar verði þar á.
ÍM50 verður haldið og munum við gefa út dagssetningu á næstu dögum þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir. Það er einnig nokkuð ljóst að sá tími til að ná lágmörkum verður sveigjanlegri en gert var ráð fyrir í upphafi.

Við munum senda frá okkur frekari yfirlýsingar eða upplýsingar eins oft og þurfa þykir á næstu dögum.

Að lokum viljum við þakka stjórnum sundfélaganna og þjálfurum fyrir að bregast skjótt og vel við aðstæðum á tímum sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni.

Baráttu kveðjur til ykkar allra.

Til baka