Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilkynning vegna stöðu mála 16. mars

16.03.2020

Kæru félagar

ÍTR og sveitafélögin eru að funda þessa stundina og væntanlega munum við geta sent frá okkur einhverjar upplýsingar um æfingar og viðburði næstu vikna eftir kl. 17:00 í dag 16. mars.

Að gefnu tilefni viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

ÍM50 hefur verið frestað frá áður auglýstri dagsetningu. Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri en SSÍ mun vinna það í samvinnu við og fylgja fyrirmælum yfirvalda og tengdra aðila en dagsetning verður gefin út með góðum fyrirvara þegar þar að kemur.

Muna handþvottinn!
Til baka