Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar um stöðu mála föstudaginn 13.mars - nr 2

13.03.2020
SSÍ fundaði nú rétt í þessu með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin, en þar er að sjálfsögðu átt við útbreiðslu kórónaveirunnar og viðbrögð yfirvalda til að lágmarka smithættu.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur verið sett á samkomubann frá og með miðnætti 15.mars n.k.

Á fundinum kom fram að verið er að vinna að sameiginlegum leiðbeiningum fyrir sveitafélög um allt land varðandi íþróttastarf, íþróttamannvirki og fleira.
Þeirri vinnu verður væntanlega ekki lokið fyrr en eftir starfsdag hjá grunnskólum næsta mánudag.

SSÍ mun að sjálfsögðu fylgja öllum tilmælum yfirvalda, en þau tilmæli breytast frá degi til dags eins og þekkt er. Sundsambandið mun senda út allar tillkynningar um leið og þær berast.

Framkvæmdastjóri ÍSÍ benti okkur á að kynna vel auglýsingu um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, en hún á við um íþróttastarf barna 16 ára og yngri. Sjá hér;
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=23a0ee4d-6537-11ea-945f-005056bc4d74

Einnig bendum við á auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en hún á við um íþróttastarf fyrir eldri iðkendur. Sjá hér;
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=23a0ee4c-6537-11ea-945f-005056bc4d74

Eins og tilkynnt var fyrr í dag þá verður reynt að halda úti æfingum eins og hægt er.

Það er mjög mikilvægt að við stöndum öll saman á meðan þetta ástand varir og höldum áfram að hreyfa okkur.

Við óskum öllu sundfólki sem ætlar að taka þátt í SH mótinu í Ásvallalaug um helgina góðs gengis.


Góðar kveðjur og góða helgi.

Til baka