Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnskólamótið í sundi 2020

11.02.2020

Boðsundskeppni grunnskóla verður haldin þriðjudaginn 17. mars. 2020 í Laugardalslaug.

Nánari tímasetning verður send út þegar nær dregur, en við reiknum með tímanum á milli kl. 10:00 – 13:00.

Í fyrra tóku 648 keppendur þátt frá 41 skóla og vonum við að við fáum enn fleiri í ár. Við viljum endilega halda þessari glæsilegu þróun áfram og hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í keppninni í mars.

Við viljum líka minna ykkur á að hver skóli má senda fleiri en eitt lið í hvorum aldursflokk. Sumir skólar hafa tímatökur til að velja í lið, aðrir velja í lið en endilega hafið það í huga að það eru allir velkomnir og það má koma með fleiri en eitt lið. Við munum einnig reyna að vera með kynningu á sundknattleik í hinum endanum á lauginni ef pláss leyfir.

Keppnin fer svona fram:

Keppt verður á 4 -10 brautum og verður þetta útsláttarkeppni. Eftir að öll lið úr hverjum flokki hafa lokið keppni þá fara 9 hröðustu liðin áfram, síðan 6 og loks 3 lið.

Dagskráin er sem hér segir:


5.- 7 bekkur byrjar keppnina, svo keppir 8. – 10 bekkur.

9 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
9 hröðustu tímarnir úr 8.- 10 bekk keppa
6 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
6 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa
3 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
3 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa


Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending.

Veitt eru þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti) í lokakeppninni.

Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið „Grunnskólameistari í sundi“.

Endilega takið daginn frá og þið sem eruð ákveðin nú þegar að taka þátt megið senda á mig skráningu á : ingibjorgha@iceswim.is

Til baka