Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mótsmet og EMU lágmark í lokahluta RIG 2020

26.01.2020

Sundkeppni RIG 2020 lauk rétt í þessu.

Anton Sveinn McKee bætti sitt annað mótsmet á mótinu þegar hann sigraði 200m bringusund á tímanum 2:11,96 en gamla metið var 2:15,43, í eigu Alexanders Dale Oen.

Aron Þór Jónsson var svo fyrsti íslenski sundmaðurinn til að ná inn á EMU í ár en hann varð annar á eftir Antoni í 200m bringusundi og fór á 2:22,01. Lágmarkið er 2:22,48.

Ánægjulegri helgi lokið í Laugardalslaug og vonandi fara sem flestir sáttir heim.

Við þökkum keppendum, þjálfurum og öllum þeim sem komu að mótinu að einhverju leyti kærlega fyrir og vonumst til þess að sjá sem flesta á mótinu að ári.

Til baka