Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM50 lágmark og fjögur á NÆM

24.01.2020

Reykjavík International Games - RIG 2020 fór af stað í Laugardalslaug fyrr í dag. Á mótinu eru rúmlega 300 sundfólk skráð til leiks og af þeim eru rúmlega 100 erlendir keppendur.

I þessum fyrsta hluta fengum við að sjá Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur úr SH synda undir EM50 lágmarkinu í 50m skriðsundi. Lágmarkið er 26,23 sekúndur en Ingibjörg synti á 26,21 sek.

Þá náðu þau Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB, Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki, Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH og Alexander Logi Jónsson úr ÍRB öll lágmörkum á NÆM, Norðurlandameistaramót Æskunnar. Eva Margrét synti 400m fjórsund á tímanum 5:17,00 en lágmarkið er 5:21,74. Freyja synti 800m skriðsund á tímanum 9:24,77 en lágmarkið er 9:51,88. Veigar Hrafn synti 400 fjórsund á 5:00,96 og Alexander Logi á 5:00,92. Lágmarkið er 5:02,86.

Góð byrjun á mótinu en við höldum áfram í fyrramálið kl 9:15 og svo verða úrslit morgundagsins í beinni útsendingu á RÚV kl. 15:30.

Til baka