Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með silfur í Knoxville

18.01.2020

Anton Sveinn McKee tekur þátt í Tyr Pro swim Series mótaröðinni um helgina í Knoxville í Bandaríkjunum.

Í gær föstudag synti hann 100m bringusund á tímanum 1:00:65 og tryggði sér silfurverðlaun, íslandsmet hans í greininni er 1:00.32 sem hann setti á HM50 í sumar.  

Anton mun synda 200m bringusund í dag um kl 16:00 á íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : https://www.omegatiming.com/2020/tyr-pro-swim-series-live-results

Til baka