Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfimi í laugardalslaug kl 17:00 sunnudaginn 29.desember.

28.12.2019

Næsta sunnudag þ. 29.desember kl. 17:00 munu þær Helena Eliasson og systir hennar Andrea Eliasson sýna samhæfða sundfimi í Laugardalslaug.

Helena keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti ungmenna í samhæfðri sundfimi, sem fram fór í Samorin í Slóvakíu dagana 28. ágúst til 1. september sl. Þetta var í fyrsta sinn sem mótið var haldið en það var ætlað börnum 13 - 15 ára. 

Helena Eliasson er 13 ára og Andrea er 10.ára  þær eiga íslenskan föður og japanska móður. Þær búa  og æfa í Kyoto en fjölskyldan veitti íslenska HM50 hópnum góða aðstoð þegar þau voru í æfingabúðum í Kyoto, áður en þau fóru til keppni í Gwangju í Suður-Kóreu sl. í sumar og kann SSÍ þeim bestu þakkir fyrir þá aðsoð. 

Móðir þeirra heitir Miwako Eliasson og er einnig þjálfari þeirra og mun hún svara spurningum eftir sýninguna á sunnudaginn og aðstoða þá sem hafa áhuga á að taka nokkrar æfingar í lauginni. 

 
Til baka