Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður synti vel um helgina á Dönsku bikarkeppninni

18.12.2019

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti mjög vel í Dönsku Bikarkeppnini 1. deild sem fram fór um helgina í Danmörku.

Snæfríður synti 400m skriðsund á tímanum 4:17,15mín sem er bæting hjá henni og hraðasti tími Íslenskrar sundkonu  á árinu 2019, hún varð í 2 sæti í greininni.

Hún synti einnig 200m skriðsund á tímanum 1:59:60 og varð í þriðja sæti. Hún fór 100m skriðsund á tímanum 56:00 og varð í 5 sæti.Snæfríður synti einnig 100m flugsund á tímanum 1:03:31 sem er mikil bæting hjá henni,

Lið hennar AGF varð í 4. sæti með 49.818stig, Kvik Kstrup  varð í 2. sæti  með 51.751stig, en Örn Arnarson er einn af þjálfurum liðsins.

Sundfélagið  í Álaborg  varð í 3. sæti með  50.891stig  en þar er yfirþjálfari Eyleifur Jóhannesson. (Sjöunda árið í röð sem Álaborg er í topp 3)

 

 

 

 

Til baka