Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ægir leitar að þjálfara til að þjálfa Bleikjuhópa félagsins frá áramótum

18.12.2019

Ægir leitar að þjálfara til að þjálfa Bleikjuhópa félagsins frá áramótum.

Æfingatímar eru á mánudögum og miðvikudögum  frá 16:00 - 18:15 í innilaug Breiðholtslaugar.

Bleikjur eru á aldrinum c.a. 6 - 10 ára, hafa kynnst því að vera í vatni, kafa og taka fyrstu sundtök t.d. í Gullfiskahópum Ægis og þurfa nú læra grunnatriðin í t.d. skrið- og baksundi. Bleikjur sem hafa náð tökum á sundgrein geta tekið þátt í C-mótum á vegum Sundráðs Reykjavíkur.

Áhugasamir hafi samband við Guðmund Svein Hafþórsson, yfirþjálfara félagsins á gummihaff@aegir.is eða í síma 770-4107.

Guðmundur Hafþórsson
B.Sc Íþróttafræði
gummihaff@aegir.is
Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
770-4107

Til baka