Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. Íslandsmet Antons Sveins á EM25

05.12.2019

Enn og aftur setur Anton Sveinn Íslandsmet í keppninni hér í Glasgow. Hann synti 200 metra bringusund til úrslita og náði tímanum 2:02,94 sem er töluverð bæting frá Íslandsmetinu sem hann setti í morgun (2:03,67).

Anton átti gott sund, splittaði töluvert hraðar á öllum leggjum sundsins og kom eins og áður segir í mark í 4. sæti.  Með honum í riðli synti Erik Person frá Svíþjóð sem bætti eigið norðurlandamet í morgun og svo aftur nú í úrslitasundinu, en hann synti á 2:02,80 14/100 úr sekúndu hraðar en okkar maður og lenti í öðru sæti. 

Þessi tími Antons er sá 12. besti frá upphafi í greininni í Evrópu og sá 22. besti í heiminum frá upphafi.

Anton var mjög ánægður eftir sundið og sagði miklar og góðar æfingar vera að skila sér vel í keppnina. Nú tekur við hvíld fyrir 100 metra sundið sem verður á morgun. 

Til baka