Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM25 hópurinn til í tuskið í Glasgow

03.12.2019

Átta íslenskir keppendur og fjögurra manna föruneyti ferðaðist til Glasgow í Skotlandi í gærmorgun en dagana 4-8. desember fer Evrópumeistaramótið í 25m laug fram í Tollcross sundhöllinni þar úti.

Íslenska sundfólkið syndir samtals 21 einstaklingsgrein og 5 boðsund á mótinu en undanrásir eru alla morgna og undanúrslit og úrslit í seinni hlutum dags.

Undanrásir hefjast alla morgna kl. 9:30 og úrslitahlutar hefjast 17:00.

Landsliðið er svona byggt upp að þessu sinni:

  • Anton Sveinn McKee
  • Dadó Fenrir Jasminuson
  • Eygló Ósk Gústafsdóttir
  • Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
  • Kolbeinn Hrafnkelsson
  • Kristinn Þórarinsson
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir

Fylgdarlið:

  • Mladen Tepavcevic, þjálfari
  • Bjarney Guðbjörnsdóttir, þjálfari
  • Hlynur Skagfjörð Sigurðsson, sjúkraþjálfari
  • Hilmar Örn Jónasson, fararstjóri

Hörður J. Oddfríðarson, ritari stjórnar SSÍ og Emil Örn Harðarson, móta- og miðlunarstjóri SSÍ með hópnum og sinna fjölmiðlun. Þá verða tveir íslenskir dómarar við störf á mótinu en það eru þeir Björn Valdimarsson og Sigurður Óli Guðmundsson.

Sýnt verður beint frá öllum mótshlutum á RÚV 2.

Dagskrá, ráslistar og úrslit

EM25 síðan - nánar um sundfólkið okkar

Instagram: Sundheimurinn

Myndir með frétt

Til baka