10 Íslendingar í úrslitum á NM í kvöld
29.11.2019
Til bakaNorðurlandameistaramótið í sundi hófst í Færeyjum í morgun. Syntar eru undanrásir að morgni og úrslit seinni partinn. Í úrslitum er keppt í junior og senior flokkum, nema í 50m greinunum en þar er keppt í opnum flokki. 6 hröðustu í hvorum flokki komast í úrslit.
Íslendingar á eftirfarandi sundfólk í úrslitum í dag:
- Patrik Viggó Vilbergsson - 400m skriðsund (junior)
 - Steingerður Hauksdóttir - 50m baksund
 - Kristján Gylfi Þórisson - 200m baksund
 - Brynjólfur Óli Karlsson - 200m baksund
 - María Fanney Kristjánsdóttir - 200m flugsund
 - Gunnhildur Björg Baldursdóttir - 200m flugsund
 - Eva Margrét Falsdóttir - 200m bringusund (junior)
 - Sigurjóna Ragnheiðardóttir - 200m bringusund (junior)
 - Karen Mist Arngeirsdóttir - 200m bringusund
 - Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir - 200m bringusund
 - Junior og senior sveitir í 4x200m skriðsundi kvenna (bein úrslit)
 - Junior og senior sveitir í 4x200m skriðsundi karla (bein úrslit)
 
Mótshlutinn hefst kl. 17:30 og verður í beinni útsendingu á Youtubesíðu Færeyska Sundsambandsins.
