Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn sigraði 200m bringu á Pro Swim

10.11.2019

Þessa helgi fer fyrsta mótið í Pro Swim mótaröðinni fram í Bandaríkjunum. Keppt er í 50m laug og fer mótið fram í Norður Karólínufylki.

Anton Sveinn McKee tekur þátt á mótinu, sem er partur af undirbúningi hans fyrir EM25 í desember og auðvitað EM50 og Ólympíuleikana á næsta ári.

Anton gerði sér lítið fyrir og sigraði 200m bringusund á tímanum 2:11,90 - 4/100 á undan næsta manni. Tíminn gerir hann tíunda hraðasta sundmann í heiminum í 200m bringusundi það sem af er þessu keppnistímabili í 50m lauginni. 

Tíminn er um 1,7 sek frá fjögurra ára Íslandsmeti hans í greininni, en það lofar mjög góðu fyrir Evrópumeistaramótið í Glasgow í næsta mánuði.

Á vefnum SwimSwam segir að Anton hafi sigrað eftir æsilega baráttu við bandaríska landsliðsmanninn Andrew Wilson. 

Margt þekktasta sundfólk Bandaríkjanna tekur þátt á mótinu, líkt og Katie Ledecky og Ryan Lochte.

Til baka