Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður með Íslandsmet í 200m skriðsundi

08.11.2019

Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir þessa helgina á Opna danska meistaramótinu sem haldið er í Esbjerg.

Hún bætti 11 ára gamalt Íslandsmet í 200m skriðsundi rétt áðan þegar hún synti fyrsta sprett í 4x200m skriðsunds boðsundi með liði sínu AGF. Hún synti á 1:58,42 en gamla metið átti Sigrún Brá Sverrisdóttir, 1:59,45.

Snæfríður Sól verður í EM hóp Íslendinga í Glasgow í desember.

Úrslit mótsins má finna hér: http://livetiming.dk/results.php?cid=4667&session=4&round=F&event=22

 

Til baka
Á döfinni

20