Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg Kristín á EM í Glasgow

08.11.2019

Fleiri góðar fréttir frá þessum fyrsta hluta Íslandsmeistaramótsins í 25m laug! 

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náði nú rétt í þessu lágmarki á EM í 25m laug sem fram fer í Glasgow í Skotlandi dagana 4-8. desember nk.

Ingibjörg náði lágmarkinu í undanrásum 50m baksunds, hún synti á tímanum 28,05 sek en lágmarkið er 28,06 sek.

Þetta er fyrsta lágmark Ingibjargar á mótið en hún hefur stundað sundæfingar á fullu eftir síðustu vikurnar, eftir að hafa lagt sundbolinn á hilluna í fyrra.

Til baka