Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 hafið - Kristinn með Íslandsmet og EM lágmark

08.11.2019Íslandsmeistaramótið í 25m laug hófst nú rétt í þessu í Ásvallalaug, í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar og Íþróttasamband fatlaðra.

Keppt er í undanrásum að morgni og úrslitum seinni partinn en mótinu lýkur með uppskeruhátíð og lokahófi á sunnudagskvöld.

Þetta byrjaði með látum því Kristinn Þórarinsson úr ÍBR gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í 100m fjórsundi og náði lágmarki á EM í 25m laug sem fram fer í Glasgow í desember.
Kristinn synti á 53,85 sek en gamla metið var 54,30 sek og var í eigu Arnar Arnarsonar frá því 2006.

Lágmarkið á EM er 55,49 sek en þetta er fyrsta lágmark Kristins á mótið.

Keppendalista og úrslit má finna hér: https://live.swimrankings.net/26053/

Þá verður streymt frá hlutum 2-6 á netinu: https://oz.com/ssitv
Til baka