Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð að loknu ÍM25 2019

04.11.2019

SSÍ mun halda hina árlegu uppskeruhátíð í FH salnum í Kaplakrika strax að loknu ÍM25, þann 10.nóv n.k. 

Á boðstólnum verður glóðasteikt lambalæri með timían kartöflum, ristuðu rótargrænmeti, ferskt salat og madeira sósa.  Í eftirrétt verður volg súkkulaðikaka með rjóma.

Það eru þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem sjá um hátíðina að þessu sinni og lofa þær öllum góðri skemmtun.

Endilega hvetjið allt ykkar sundfólk, þjálfara, fararstjóra, dómara og aðra starfsmenn sundmóta og stjórnarmenn félaga ykkar til að koma og taka þátt í skemmtilegri uppskeruhátíð.

Verð er 4500kr

Ég vil biðja félögin sjálf að halda utan um skráningu á sínu fólki og senda mér lista með nöfnum og fjölda þeirra sem hafa hug á að mæta.

Vinsamlega staðfestið þátttöku fyrir miðvikudaginn 6.nóv n.k á ingibjorgha@iceswim.is,  þeir sem skrá sig eftir þann tíma þurfa að greiða 5500kr !

Með von um jákvæðar undirtektir og góða mætingu.

Til baka