Beint á efnisyfirlit síðunnar

María Fanney og Snæfríður syntu í Danmörku

07.10.2019

Nú um nýliðna helgi fóru fram meistaramót í 25m laug í Danmörku þar sem íslenskar sundkonur komu við sögu.

Á Austur-Danmerkurmeistaramótinu sem haldið var í Søborg keppti María Fanney Kristjánsdóttir en hún æfir undir handleiðslu Arnar Arnarsonar, yfirþjálfara sundfélagsins Kvik Kastrup. 

María Fanney synti 5 greinar á mótinu og stóð sig með ágætum á þessu fyrsta meistaramóti sundársins í Danmörku.

50m bringa: 34,95 (pb: 34,69)
200m flug undanrásir: 2:23,75
200m flug úrslit: 2:23,93 (4. sæti - pb: 2:20,02)
400m fjórsund: 5:00,58 (4. sæti - pb: 4:57,98)
200m bringa: 2:41,45 (pb: 2:35,10)
200m fjór undanrásir: 2:24,89
200m fjór úrslit: 2:21,47 (9. sæti - pb: 2:19,81)

Öll úrslit mótsins

Á Vestur-Danmerkurmeistaramótinu sem haldið var í Hjørring keppti Snæfríður Sól Jórunnardóttir en hún æfir í Aarhus.

Snæfríður synti 5 greinar, sigraði þrjár og átti afar gott mót.

50m skriðsund undanrásir: 26,30
50m skriðsund úrslit: 26,32 (3. sæti - Pb: 25,95)
100m skriðsund undanrásir: 57,15
100m skriðsund úrslit: 56,06 (1. sæti)
100m skriðsund - 1. sprettur í boðsundi: 55,57 - Bæting á besta tíma
200m skriðsund undanrásir: 2:02,80
200m skriðsund úrslit: 1:59,79 (1. sæti) - Íslandsmet hennar í greininni er 1:58,97
50m flugsund undanúrslit: 28,04 (Bæting á sínum besta tíma)
50m flugsund úrslit: 28,11 (1. sæti)
100m fjórsund undanrásir: 1:04,37 (Bæting á besta tíma - 2. sæti í úrslit, en skráði sig úr)

Öll úrslit mótsins

Við hvetjum félög og sundfólk að senda okkur áfram upplýsingar af þeirra starfi og árangri.

Myndir með frétt

Til baka
Á döfinni

20