Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH leiðir allar deildir eftir 1. hluta

28.09.2019

Nú þegar 2. hluti Bikarkeppni SSÍ fer að hefjast í Reykjanesbæ er rétt að fara yfir stigastöðu mótsins.

Karlamegin í 1. deild leiðir Sundfélag Hafnarfjarðar með 5255 stig. Breiðablik er í öðru með 4867 stig, ÍBR í þriðja með 4810 stig, ÍRB í fjórða með 4386 stig, Ægir í fimmta með 3513 stig og ÍA sjötta með 3170 stig.

Í kvennaflokki er SH einnig í forystu með 5111 stig. ÍBR eru í öðru sæti með 4891 stig, Breiðablik í því þriðja með 4846 stig, ÍRB í fjórða með 4767 stig, ÍA í fimmta með 3624 stig og Ægiringar í sjötta sæti með 3293 stig.

 

Í 2. deild keppast b-lið SH og ÍBR. Þar leiðir SH karlamegin með 4433 stig og kvennamegin með 4170 stig. ÍBR er í öðru sæti með 3196 stig karlamegin og 3632 kvennamegin.

 

Mótið hefst að nýju kl. 9:30 í dag, laugardag.

Bein úrslit hér: http://live.swimrankings.net/25500/

Bein útsending hér: http://oz.com/ssitv
Til baka