Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH tvöfaldir Bikarmeistarar þriðja árið í röð!

28.09.2019

Þá er Bikarkeppni SSÍ 2019 lokið. Mótið fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Sundfélag Hafnarfjarðar vann bikarmeistaratitlinn bæði í karla- og kvennaflokkum líkt og síðustu 2 ár, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Í Bikarkeppninni eru stig veitt samkvæmt gildandi stigatöflu FINA. Stigahæsta kvennalið og stigahæsta karlaliðí 1. deild hljóta sæmdarheitið BIKARMEISTARI ÍSLANDS Í SUNDI í kvenna- og karlaflokkum og gripi þá sem keppt er um. Einnig skal verðlauna það lið sem hreppir 2. sætið í 1. deild.

Á sama hátt skal verðlauna tvö efstu liðin í 2. deild. Veita skal viðurkenningu til stigahæsta kvennaliðs og stigahæsta karlaliðs keppninnar í hverri deild.

Í 2. deild varð Sundfélag Hafnarfjarðar einnig efst í karlaflokki og kvennaflokki.

Ekkert lið fellur í 2. deild þetta árið þar sem einungis B-lið voru skráð til leiks í 2. deild en þau geta ekki unnið sig upp milli deilda.

Stigastaða í lok móts var eftirfarandi:

1. deild karla

----- Sundfélag Hafnarfjarðar - BIKARMEISTARAR 14859 stig
----- Sunddeild Breiðabliks 13589 stig
----- Íþróttabandalag Reykjavíkur 13347 stig
----- Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 12459 stig
----- Sundfélagið Ægir 9127 stig
----- Sundfélag Akraness 9003 stig

1. deild kvenna

----- Sundfélag Hafnarfjarðar - BIKARMEISTARAR 14448 stig
----- Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 14011 stig
----- Sunddeild Breiðabliks 13724 stig
----- Íþróttabandalag Reykjavíkur 13197 stig
----- Sundfélag Akraness 9743 stig
----- Sundfélagið Ægir 9081 stig

2. deild kvenna

----- B - lið Sundfélags Hafnarfjarðar 11587 stig
----- B - lið Íþróttabandalags Reykjavíkur 9689 stig

2. deild karla

----- B - lið Sundfélags Hafnarfjarðar 12372 stig
----- B - lið Íþróttabandalags Reykjavíkur 8380 stig

Við óskum SH-ingum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum kærlega fyrir samveruna í lauginni síðustu 2 daga. 

Til baka