Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning á sundknattleik

06.09.2019

Á morgun, laugardaginn 7. september, verður Glenn Moyle með kynningu á sundknattleik í Laugardalslaug. Ungir sem aldnir eru velkomnir að kíkja við í laugina á milli 12:00 og 14:00 og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.

Glenn Moyle er yfirþjálfari sundknattleiksliðs Ármanns en þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar frá því í maí. 

Kynningin er hluti af BeActive degi ÍSÍ en á honum er takmarkið að gera daginn að ógleymanlegu íþrótta- og hreyfikarnivali fyrir alla fjölskylduna.

Myndin er af liði Ármanns eftir sigurinn.

Dagskrá BeActive dagsins

Myndir með frétt

Til baka