Beint á efnisyfirlit síðunnar

Helena stóð sig vel í Slóvakíu

29.08.2019

Helena Eliasson hóf keppni á Heimsmeistaramóti Ungmenna í samhæfðri sundfimi í gær. Hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í greininni.

Í gær fóru undanrásir í einstaklingskeppninni fram og stóð Helena sig með prýði. 

Gefin eru stig fyrir eftirfarandi: 
Framkvæmd: 30% - Listræn uppsetning og framkvæmd: 40% - Erfiðleikastig: 30%

Hún gerði mjög vel í fyrri flokkunum tveimur en erfiðleikastigið þótti ekki hátt sem dróg hana lítið eitt niður. 

Á morgun, föstudag 30. ágúst, keppir hún svo í flokknum "Figures" - en þar eru stakar æfingar metnar af dómarapanel án tónlistar. Þar spila erfiðleikastigin ekki jafn stóra rullu sem mun vonandi þoka Helenu upp listann. Þá tekur hún einnig þátt í sýningu á galakvöldi sem haldið verður á mánudagskvöld. 

Helena er með þeim yngstu til að keppa á mótinu í sínum flokkum og erfitt að keppa við þá sem eldri og reynslumeiri eru. Hún er þó ákveðin í að halda áfram og halda áfram að bæta sig.

Skor Helenu í einstaklingsflokki: 
5.8 5.8 5.5 5.6 5.5 5.8 5.9 5.8 5.4 5.8 5.8 5.3 5.4 5.3 5.7

16.9000 23.2000 16.4000

56.5000 30.0668

Úrslit undankeppninnar í einstaklingsflokki

Myndir með frétt

Til baka
Á döfinni

20