Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laugarvarðanámskeið 7.september

23.08.2019

Stjórn og fræðslunefnd Sundsambandins hafa gert samkomulag við Finna Aðalheiðarson um að halda laugavarðanámskeið fyrir hönd SSÍ til að tryggja að allir þjálfarar, sem starfa fyrir félög sem tilheyra SSÍ, hafi þau réttindi sem krafist er af þeim sem þjálfa sund.

 

Mikilvægt er að félögin haldi vel utan um þessi mál og vinni með Sundsambandinu svo að allir sem starfa á þeirra vegum séu með þessi réttindi og hafi lokið námskeiðinu. Bæði er það gert til að auka öryggi iðkenda og þjálfara.

 

Ennfremur er kveðið á um það í reglugerð um hollustuhætti sundstaða að íþróttafélögum beri skylda til að sjá til þess að allir sem starfa á þeirra vegum hafi fullgild réttindi.

 

Það er mjög mikilvægt að félögin geri sér grein fyrir þeirri skaðabótaskyldu, sem á þeim gæti legið ef eitthvað kemur fyrir og ábyrgðaraðili á bakka er réttindalaus. 

 

Það er stefna SSÍ að halda laugarvarðanámskeið þann 7.september n.k. en námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.  Námskeiðið mun þá hefjast kl 9:00 að morgni og standa til ca. 16:30.

 

Meðfylgjandi er hlekkur á könnun sem við biðjum ykkur að svara svo að hægt sé að sjá hvar félögin standa varðandi þessi réttindi:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSebS8pYEdp0HETClN01Ee5rElVvceZpDqFT6-uxsqfojVmfHw/viewform?vc=0&c=0&w=1

 

Endilega skoðið hvernig málin standa hjá ykkar félagi og ef einhver hjá ykkur á eftir að taka þessi réttindi þá endilega sendið skráningu á ingibjorgha@iceswim.is  fyrir mánudaginn 1.september n.k

Til baka