Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrirlestur - Anton Sveinn McKee

19.08.2019

Fimmtudaginn 29. ágúst nk. kl. 20:00 verður einn okkar allra besti sundmaður, Anton Sveinn McKee, með fyrirlestur sem mun bera titilinn "Hver er ég".

Anton Sveinn fer þar m.a. yfir feril sinn í sundinu, hvernig hann hefur náð að tvinna saman vinnu og skóla með ströngum æfingum og miðlar reynslu sinni til allra sem vilja.

Anton Svein þarf vart að kynna. Hann er sundmaður ársins 2018, margfaldur Íslandsmeistari,  hefur m.a. keppt á Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum og Evrópumótum og á fjölda Íslandsmeta í báðum brautarlengdum. 

Fyrirlesturinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hvetjum við alla áhugasama um að mæta og hlusta á þennan flotta afrekssundmann.

Allir velkomnir!

Til baka
Á döfinni

20