Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kristinn lauk keppni fyrir Íslendinga á HM50 í nótt

27.07.2019

Kristinn Þórarinsson synti í nótt 50 metra baksund á HM50 í Gwangju. Þar með lauk þátttöku okkar íslendinga í þessu móti en hann synti greinina á tímanum 0:26,42 sem er um hálfri sekúndu frá hans besta tíma sem er 0:25,95 frá því á ÍM50 í apríl sl. Íslandsmetið í greininni, 0:25,86 á Örn Arnarson og markmið Kristins var að ná metinu á þessu móti. 

Kristinn byrjaði sundið í nótt nokkuð hratt en hitti ekki á það í lokin. 

Aðspurður sagðist Kristinn stefna ótrauður á að komast á Ólympíuleikanna, hann ynni markvisst að því með þjálfara sínum Jacky Pellerin. Þegar hann var spurður að einstökum atriðum um undirbúinginn fyrir mótið og hvers vegna hann næði meiri stöðugleika hér en áður, sagðist hann hugsa betur um sig og hafa meiri reglu í sínu lífi. 

Núna tekur við undirbúningur heimferðar fyrir íslensku keppendurna, örlítið frí fyrir þau og svo tekur alvaran við um miðjan ágúst þegar nýtt tímabil hefst. 

Myndir með frétt

Til baka