Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður í 200 metra skriðsundi

23.07.2019

Snæfríður Sól Jórunnardóttir stakk sér í morgun til sunds í fyrsta skipti á HM50. Hún synti 200 metra skriðsund á tímanum 2:07,43 sem er töluvert langt frá hennar besta tíma, en hún setti Íslandsmet í greininni fyrir ári síðan í Danmörku. Islandsmetið hennar er 2:01,82.

Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri.

Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag. 

Snæfríður býr og æfir í Danmörku og hefur sýnt hér á æfingum að hún er í góðu formi. Hún hitti ekki á góðan dag í dag og auðvitað vonum við að hún nái vopnum sínum fyrir komandi sund.

Myndir með frétt

Til baka