Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá EYOF í Baku

23.07.2019

Það er víðar en á HM í Suður Kóreu sem íslenskt sundfólk er við keppni. Í Baku í Azerbaijan eru tvær sundkonur að keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, EYOF.  Þetta eru þær Kristín Helga Hákonardóttir og Thelma Lind Einarsdóttir. Í morgun kepptu þær báðar í 400 metra skriðsundi og kom Kristín Helga í mark á tímanum 4:32,14 sem er um tveggja sekúnda bæting frá hennar besta tíma en Thelma Lind lauk sundinu á 4:55,62 sem er um 9 sekúnda lakari tími en hún á.

Kristín Helga syndir á morgun 200 metra skriðsund og það verður spennandi að sjá hana í þeirri grein. Það sama á við um Thelmu Lind sem syndir 800 metra skriðund á föstudaginn.

Með þeim í Baku er Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóri SSÍ.

Myndir með frétt

Til baka