Beint á efnisyfirlit síðunnar

Svona er lifið dásamlegt

18.07.2019

 Íslendingar eru víða. Ein ung íslensk kona er í liði Grikklands í sundknattleik. Það er hún Christina Tsoukala en hún er barnabarn þeirra Kristínar Guðmundsdóttur og Valsteins Guðjónssonar. Hún talar ágæta íslensku og reynir að koma a.m.k. annað hvert ár til Íslands. Fyrir algera tilviljun rákumst við á Christinu og smelltum af henni mynd þar sem hún heldur á Ólympíukyndlinum sem notaður verður í Tokyo 2020.

Gríska kvennaliðið er komið upp úr sínum riðli í keppninni, varð í öðru sæti í riðlinum og keppir næst við Kína á laugardaginn í úrslitakeppninni.

Sundknattleikur er eini boltaleikurinn í sundíþróttum og sem spilaður er samkvæmt reglum FINA. Hvert lið samanstendur af mest 13 leikmönnum þar sem 7 eru virkir í lauginni í einu og 6 til vara. Liðin eru alltaf auðkennd með hvítri hettu annars vegar og blárri hettu hinsvegar. Hetturnar er útbúnar með eyrnahlífum til að minnka möguleika á meiðslum í keppninni. Hver leikur eru 4 átta mínútna fjórðungar og liðin skipta um vallarhelming í hálfleik eins og hefðbundið er í flestum boltagreinum.

Keppt var í sundknattleik karla í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti árið 1973, en keppni í kvennaflokki á HM hófst 1986.

 

 
Til baka