Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ármann varði Íslandsmeistaratitilinn

25.05.2019

Í dag fór úrslitaviðureignin um Íslandsmeistaratitilinn í sundknattleik fram í Laugardalslaug. Tvö íslensk lið eru virk í íþróttinni hér á landi.

Leikurinn er partur af stærra alþjóðlegu sundknattleiksmóti sem haldið er þessa dagana í Laugardalnum en þar keppa 8 lið frá Króatíu, Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum ásamt Sundfélagi Hafnarfjarðar og Sunddeild Ármanns.

Úrslitaleikurinn var mjög spennandi framan af og leiddi SH 6-5 í hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu Ármenningar fljótt góðu forskoti en lokatölur urðu 13-8 fyrir þeim. 

Mótið heldur áfram í dag en sigurvegarar þess verða verðlaunaðir á lokahófi á Hlemmur Square í kvöld.

 

Til baka