Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton stóð sig vel í Bloomington

20.05.2019

Anton Sveinn synti 200m bringusund til úrslita á Tyr pro swim series í gær sunnudag, hann synti á tímanum 2:12:44 sem er um 2.sek frá íslandsmeti hans í greininni.

Anton Sveinn átti mjög gott mót í Bloomington Indiana um helgina en hann komst í úrslit í öllum greinunum sem hann synti í og var nálægt meti sínu í 100m bringusundi og bætti síðan 10 ára gamalt íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í 50m bringusundi.  Þetta mót sýnir að Anton Sveinn er í fínu formi og það verður gaman að fylgjast með honum á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Svartfjallalandi 28.maí n.k.

 
Til baka