Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg Kristín undir HM lágmarki - Kristinn bætir við sig

10.11.2018

Tvö HM lágmörk eru komin í hús hér á öðrum degi á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í Ásvallalaug.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH tryggði sér sæti í 50m baksundi en hún sigraði greinina á tímanum 27,95 sek, 1/100 undir lágmarkinu á HM. Þetta er fyrsta lágmark íslenskrar konu á mótið í ár.

Kristinn Þórarinsson úr ÍBR bætti svo við sig lágmarki á mótið en hann sigraði 50m baksund karla á tímanum 24,27. HM lágmarkið í greininni er 24,82 sek. Fyrir hafði Kristinn náð lágmarki í 200m fjórsundi, í úrslitahlutanum í gær.

Bein úrslit, ráslistar og tímaáætlun: https://live.swimrankings.net/meets/22828/docs/index.html

Bein vefútsending: https://www.oz.com/einsi-sport/video/8dc6a506-6c9a-46a3-862b-a8cf34e33573?fbclid=IwAR36p2fr7MNIsGYVz_-s_BS7PPjK5RGw5SemF70Xh8DOJBZYD97S1ltYMZQ

Myndir með frétt

Til baka