Beint á efnisyfirlit síðunnar

Björg með nýtt met í 100 bringu garpa

07.09.2018

Björg Hólmfríður Kristófersdóttir synti áðan 100 metra bringusund hér á EM garpa í Slóveníu á tímanum 01.59,53 sem er nýtt íslenskt met í aldursflokki garpa 65-69 ára.

Gamla metið 02:31,43 sem er frá 2013, átti Ragna María Ragnarsdóttir.

100 metra bringusund var síðasta greinin hér á Evrópumóti garpa í sundi, næsta EM fer fram árði 2020 í Búdapest. Á morgun og á sunnudag er keppni í Víðavatnssundi í Bledvatni.

Til baka