Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópumeistarmótið í 50m laug hefst föstudaginn 3.ágúst.

31.07.2018

Sundsamband Íslands sendir þrjá keppendur á Evrópumeistaramótið í sundi sem hefst þ. 3.ágúst nk. í Glasgow.

Sundmennirnir Anton Sveinn McKee, Predrag Milos úr SH og sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem hefur æft í Svíþjóð á síðasta ári, taka þátt að þessu sinni.

 Anton Sveinn mun hefja keppni á föstudaginn í 100m bringusundi. Bæði RÚV og RÚV 2 munu sýna frá mótinu og hefst útsending á föstudag kl 08:15, en úrslit hefjast kl 15:45.

Þjálfari er Jacky Pellerin, fararstjóri er Málfríður Sigurhansdóttir og Unnur Sædís Jónsdóttir er sjúkraþjálfari hópsins.

 

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér: https://www.europeanchampionships.com/

Dagskrá íslenska hópsins er : 

Föstudagurinn 3.ágúst :

Anton Sveinn í 100m bringusundi

Laugardagur 4.ágúst :

Eygló Ósk 50m baksund

Mánudagur 6.águst

Eygló Ósk 100m baksund

Miðvikudagur 8.ágúst

Predrag Milos 50m skriðsund.

Myndir með frétt

Til baka