Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýr póstlisti SSÍ 2018 - 2019

14.06.2018

Skrifstofa Sundsambands Íslands hefur lengi notað póstlista sem erfitt hefur verið að viðhalda og því kominn til ára sinna. Til að vera örugg um að allir þeir sem vilja fá upplýsingar frá okkur um t.d. sundmót, ýmsa viðburði og annað tengt sundíþróttinni okkar fannst okkur rétt að byrja frá grunni og notast við nýjan og ferskan lista á komandi sundári.

Þegar nýtt sundár hefst, þann 16. ágúst 2018, verður nýi póstlistinn tekinn í notkun og verður einungis sent samkvæmt honum eftir þann dag. 

Til að auðvelda samskiptin og upplýsingamiðlunina í framtíðinni hvetjum við alla þá sem koma að íþróttinni hér á landi að skrá sig. Ekki verður notast við eldri lista svo það er mikilvægt að allir þeir sem þegar fá tilkynningar frá okkur skrái sig líka. 

Skráningarformið má finna hér á heimasíðunni. Athugið að staðfesta þarf skráningu í tölvupósti sem mun berast ykkur þegar þið klárið skráningarferlið. 

*Athugið að dómarar verða enn á póstlista Dómaranefndar en er auðvitað frjálst að skrá sig á nýja almenna listann líka. 
Til baka