Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH Íslandsmeistarar garpa 2018

05.05.2018

Nú rétt í þessu lauk Íslandsmótinu í garpasundi 2018 í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

116 keppendur frá 9 félögum voru skráðir til leiks um helgina sem flest eru nú á leið á lokahófið, sem haldið er í veislusal SH í Ásvallalaug.

Heimaliðið hefur nægu að fagna í kvöld þar sem það stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni mótsins og fékk hópurinn afhentan farandbikar, sem hefur setið í bikarskáp Ægiringa síðasta árið.

Heildarúrslit einstaklinga og í stigakeppninni má sjá hér

Mótið var framkvæmt af Sundfélagi Hafnarfjarðar í umboði Sundsambands Íslands og þökkum við SH-ingum kærlega fyrir samstarfið og öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt.

Til hamingju SH-ingar!

 Á myndunum sést sigurliðið fagna titlinum og þær stöllur Guðmunda Ólöf Jónasdóttir (Mumma Lóa), UMSB og Ragna María Ragnarsdóttir, S.f. Ægi en ásamt mörgum öðrum settu þær garpamet í sínum aldursflokkum á mótinu.

Myndir með frétt

Til baka