Beint á efnisyfirlit síðunnar

RIG: Úrslit í beinni á RÚV kl. 16

28.01.2017

RIG 2017 hefur farið mjög vel af stað í Laugardalslaug. Fyrsti hluti fór fram í gær þegar syntar voru undanrásir í 50m greinum og bein úrslit í 400m fjórsundi, 800m skriðsundi og 1500m skriðsundi.

Í morgun héldu undanrásirnar svo áfram en synt verður til úrslita í nokkrum greinum seinni partinn í dag. 

RÚV mun sýna beint frá mótshlutanum en þar eru mörg áhugaverð sund. Hæst ber að nefna einvígi Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Mie Ödegaard Nielsen frá Danmörku í 100m baksundi en sú síðarnefnda er ríkjandi Evrópumeistari í greininni.

Kristinn Þórarinsson og Daninn Magnus Jakupsson munu svo etja kappi hlið við hlið í 50m baksundi en einungis munaði um 30/100 úr sekúndu á þeim í undanrásunum.

Mótið hefst kl. 16:00 og sem áður segir sýnt beint á RÚV og einnig hægt að fylgjast með á sarpinum - www.ruv.is/sarpurinn

Bein úrslit (Live Timing) - https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/17332/live/index.html

RIG 2017 - upplýsingar (info)

Myndir með frétt

Til baka