Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kolbeinn synti undir HM lágmarki í gær

20.11.2016

Fjórir sundmenn syntu undir HM lágmarki á ÍM25 í gær og þar á meðal var Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH að ná sínu fyrsta lágmarki á mótið sem haldið verður í Windsor í Kanada í næsta mánuði.

Kolbeinn synti 50m baksund á tímanum 25,27 en lágmarkið í greininni er 25,85. Kristinn Þórarinsson úr ÍBR sigraði greinina en hann hafði þegar náð lágmarki í greininni. 

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi sigraði 100m fjórsund á tímanum 1:03,48 og synti um einni og hálfri sekúndu undir lágmarkinu. Áður hafði hún náð lágmarki í 200m fjórsundi.

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi synti undir lágmarkinu í 50m baksundi sem hún sigraði á tímanum 28,13.

Myndir með frétt

Til baka