Beint á efnisyfirlit síðunnar

2 Íslandsmet í 4x100m skriðsundi blandaðra sveita

20.11.2016

Tvö Íslandsmet voru sett í 4x100m skriðsundi í blönduðum flokki á ÍM25 í morgun.

Synt var í tveimur riðlum og setti liðið sem fljótast var í bakkann í fyrri riðlinum fyrsta Íslandsmet greinarinnar. Það var B-sveit SH sem synti á tímanum 3:58,40. Sveitina skipuðu þau Jökull Ýmir Guðmundsson, Kári Sölvi Nielsen, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir.

Í seinni riðlinum bætti A-sveit ÍRB svo um betur þegar þau sigruðu greinina á tímanum 3:39,86. Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir skipuðu sveitina.

Myndir með frétt

Til baka