Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundknattleiksmót 14 ára og yngri

05.04.2016

Sundknattleiksmót fyrir 14 ára og yngri

Skipuleggjendur: Sundfélag Hafnarfjarðar í samvinnu við SSÍ og Sunddeild Ármanns

Dagsetning og staður: Sunnudaginn 17. Apríl 2016 / Ásvallalaug í Hafnarfirði

Tímasetning: Liða- og reglufundur: kl 8:30
Upphitun:                   kl 9:00
Keppni hefst:             kl 9:30

Markið mótsins: Kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfurum og félögum. Efla vitund með jafnri þáttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt. Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild.

Mótið:

Ø  Mótið verður tvískipt: 14 ára og yngri (fædd 2002+) og 12 ára og yngri (fædd 2004+)

Ø  Leikjadagskráin verður kynnt rétt fyrir mót þegar skráningu er lokið.

Ø  Stefnt er að því að hafa 4-6 lið í hvorum aldurshópi.

Ø  Stigagjöf: Sigur 3 stig, jafntefli 2 stig og tap 1 stig

Ø  Ef lið standa jöfn að stigum ræður markahlutfall

Ø  Hvert lið mun spila að lágmarki tvo leiki.

Ø  Við hvetjum félög til að senda meira en eitt lið til keppni (td SH1 14U, SH2 14U og SH1 12U) svo fleira íþróttafólk fái tækifæri til að taka þátt.

 

Tveimur bestu liðunum í hvorum aldurshópi verður boðið að leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil helgina 14.-15. Maí 2016

Liðin:

Ø  Liðin eru blönduð, strákar og stelpur, með að hámarki 10 leikmenn (2 markverði, 8 útileikmenn) og að lágmarki 8 leikmenn (1 markvörð og 7 útileikmenn) og þjálfara.

Ø  6 leikmenn mega vera inn á hverju sinni, 1 markvörður og 5 útileikmenn.

Ø  Lið verða ávallt að vera með spilandi leikmenn af báðum kynjum. Ef dómari sér að lið er einungis skipað leikmönnum af öðru kyninu, mun hann stöðva leikinn og biðja þjálfra um að skipta út einum eða fleiri leikmönnum.

Ø  Allir leikmenn verða að taka þátt í báðum leikhlutum (undantekning er ef leikmaður meiðist) og er það á ábyrgð þjálfara að stýra skiptingum.

Mótsgjald: 8000kr per lið

Leikvöllur og lengd leiks:

Ø  Leikirnir verða spilaðir í tveimur hlutum, 7 mínútur hvor, með 3 mínútna leikhléi.

Ø  Skipt er um leikhelming í leikhléi.

Ø  Vallarstærð er 20,0m x 12,5m. Markstærð er 2.0m x 0,75m.

Ø  Boltastærð nr 3 fyrir báða aldurshópa.

Ø  Liðin nota númeraðar, bláar og hvítar hettur, og rauðar fyrir markverði.

Reglur:

FINA Water Polo reglur verða notaðar með nokkrum breytingum.
https://www.fina.org/sites/default/files/finawprules_20152017.pdf

Leikvilla (leik haldið áfram eftir aukakast – sending til liðsfélaga)

Ø  Setja boltann undir yfirborðið nálægt andstæðingi

Ø  Hindra andstæðing sem er ekki með boltann

Ø  Halda eða ýta leikmanni, sem er ekki með boltann, í kaf

Ø  Ýta sér frá öðrum leikmanni

Ø  Stíga í botninn eða halda í línurnar í leik


Brottvísun – Leikmaður verður að fara af vellinum

Ø  Sparka eða kýla leikmann

Ø  Viljandi skvetta vatni í andlit á leikmanni

Ø  Trufla aukakast

Ø  Misferli eða vanvirðing við dómara

Ø  Árásagjörn hegðun, halda, ýta í kaf eða toga í leikmann sem er ekki með boltann

Ø  Með brottvísun fær leikmaður persónulega villu á leikspjaldið. Eftir 3 persónulegar villur má leikmaður ekki taka meira þátt í leiknum en annars leikmaður má taka hans stað.

 

Undantekningar frá stöðluðum FINA reglum með breytingum fyrir 14 ára og yngri

Ø  Leikmenn mega grípa bolta með báðum höndum en verða að kasta boltanum með einni hendi

Ø  Eftir villu verður að senda boltann, beint skot á mark er ekki leyfilegt

Ø  Lið verða að spila pressuvörn á sínum leikhelmingi. (ef leikmenn fylgja þessu ekki mun dómari fyrst stöðva leikinn og útskýra regluna fyrir báðum liðum. Ef um ítrekuð brot er að ræða er leikmanni fá brottvísun og persónulega villu skráða) Svæðisvörn er líka óheimil.

Ø  Eftir brottvísun þarf leikmaður að synda inn í skiptisvæðið og má þá annar leikmaður koma strax inn á eða sami leikmaður synda aftur inn á leiksvæðið og halda áfram, án þess að bíða á skiptisvæðinu.

Ø  Yfirþjálfari má ganga upp að miðjunni á meðan lið hans er í sókn en ekki ræða við dómara né starfsmenn mótsins.

 

Dæmi um reglubreytingar: https://www.youtube.com/watch?v=R2QqEPdeiis

Leikur 12 ára og yngri: https://www.youtube.com/watch?v=7lpAGghJO20

 

Skráning: Lokafrestur skráningar er 10. Apríl  (Nafn liðs og aldurshópur). Nafnaskýrslu með nafni leikmanns og aldri þarf að skila inn fyrir upphitun á keppnisdegi.

Tengiliður: Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á tengilið mótsins, Mladen Tepavcevic (mladen@sh.is)


Til baka