Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundskýlan á hilluna

03.03.2016

Hrafn Traustason hefur ákveðið að leggja sundskýluna á hilluna efir áralangan feril í sundinu.  Hrafn skrifaði svo fallega um sundíþróttina á dögunum á facebook síðu sinn og bað ég um leyfi til að setja það á heimasíðu SSÍ svo að fleiri gætu notið þessara skrifa á þessum tímamótum: 


Um helgina synti ég í seinasta skipti fyrir Oakland University og ég hef ákveðið að leggja skýluna upp á hillu. 
Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þær stundir sem íþróttin hefur gefið mér og ég er stoltur af árangri mínum í sundi. Ég hef eytt ótal klukkustundum í lauginni og lært svo mikið um sjálfann mig í gegnum þær góðu og slæmu stundir sem ég hef átt á mótum og á æfingum. Ég væri ekki maðurinn sem ég er í dag ef ég hefði ekki verið að synda í öll þessi ár. 
Ég hef fengið tækifæri til að vinna með stórkostlegu fólki fyrst á Akranesi svo í Hafnarfirði og svo hér í Bandaríkjunum og hef kynnst vinum sem ég mun alltaf vera í sambandi við.
Núna koma nýjar áskoranir sem ég hlakka til að takast á við og reyni að taka með trompi.
Mig langar að hvetja alla sem hafa áhuga á að stunda íþróttir við háskóla í Bandaríkjunum til að hafa samband við mig ef þeir hafa spurningar eða vilja einhver ráð. 
Ég er meira en viljugur til að hjálpa til.

Til baka