Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gullmót KR um helgina.

15.02.2016

 440 sundmenn frá 25 sundfélögum tóku þátt í 11. Gullmóti KR, 12 - 14 febrúar í Laugardalslaug.

Á mótinu var keppt i 62 greinum i 10 aldursflokkum.

Alls voru sett 9 mótsmet á mótinu auk sem Guðmundur Hákon Hermannsson KR setti Íslandsmet i 400 m fjórsundi í flokki fatlaðra

Aron Örn Stefánsson úr SH sigraði Alexander Jóhannesson úr KR i elsta flokknum í KR Super challenge. Í kvennaflokki sigraði Karen Sif Vilhjálmsdóttir úr SH Steingerði Hauksdóttur úr Fjölni.
50 m skriðsund var vinsælasta grein mótsins með 330 keppendum.


Veitt voru verðlaun fyrir samanlögð 3 stigahæstu sundin

Kristinn Þórarinsson Fjölni varð stigahæstur með 1964 stig.

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB varð í 2. sæti með 1890 stig.

Alexander Jóhannesson KR 3 sæti með 1887 stig.

Helstu upplysingar ásamt myndbandi frá mótinu má finna á Facebook síðunni Gullmót KR
https://www.facebook.com/gullmot/

 

Til baka