Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandameistarmótið í Bergen

12.12.2015

Í morgun hófst annar dagur Norðurlandamótsins í sundi í Bergen, Noregi. Nokkrir sundmenn voru í eldlínunni fyrir íslands hönd. Þrír sundmenn komust í úrslit úr sundum morgunsins. Það eru þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Hamar, í 100m skriðsundi en hún varð 7. Inn í úrslitin. Kristinn Þórarinsson, Fjölni, varð svo 8. Inn í úrslit í 100m skriðsundi. Kolbeinn Hrafnkelsson varð sjöundi inn í úrslit í 50m baksundi.

 

Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB, varð svo 9.í 50m bringusundi

Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB varð 9. Í 100m skriðsundi

Bryndís Bolladóttir, Óðinn, varð í 10. Í 100m skriðsundi

Alexander Jóhannesson, KR, varð 9. Í 100m skriðsundi

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB, varð 9. Í 400m fjórsundi

 

Þessi fimm sundmenn eru því varamenn fyrir úrslitasund kvöldsins

 

Enn og aftur er beinn linkur á sjónvarp mótsins http://livestream.com/livetiming-tv/nordic2015   og á úrslit og annað í tengslum við mótið er að finna http://livetiming.medley.no/stevnedetaljer.aspx?stevnenr=2066

 

Myndir með frétt

Til baka