Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló Ósk fyrst íslendinga til að tryggja sér farseðil á ÓL 2016

30.03.2015

Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Sundfélaginu Ægi synti 200 metra baksund, fyrr í dag undir lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Brasilíu 2016.  Um leið setti hún Norðurlandamet og Íslandsmet í greininni.  Tími Eyglóar Óskar er 2:09,86, lágmarkið inn á ÓL er 2:10,60 og gamla Íslandsmetið átti Eygló Ósk sjálf en það var 2:10,34 sett fyrir ári síðan í Danmörku. Gamla Norðurlandametið var 2:10,27.

Með þessum árangri er Egló Ósk þriðja hraðasta evrópukonan og 5 hraðasta konan í heiminum í 200 metra baksundi.

Eygló Ósk er að keppa á Opna danska meistaramótinu og er í feikna stuði.  Við hlökkum til að sjá hana keppa á ÍM50 sem verður í Laugardalslaug 10.-12. apríl 2015. 

 Hér er hlekkur með frétt á mbl.is

Hér er hlekkur með frétt á visi.is

Hér er hlekkur með frétt á ruv.is

 

 

Til baka